Þann 27. nóvember lokaði sýning þeirra Ólafs Ólafssonar og Libíu Castro „Under Deconstruction“ á Feneyjartvíæringnum. Eins og kom fram á Sýningu Sýninganna á Kjarvalsstöðum í vor þá hafa íslenskir listamenn tekið þátt í Feneyjartvíæringnum með hléum frá árinu 1960 eða í alls tuttugu skipti. Tvíæringur er haldinn annað hvert ár, eins og nafnið gefur tilkynna, og stendur tvíæringurinn í Feneyjum yfir í sex mánuði eða frá byrjun júni til lok nóvember. Það er einkar eftirsóknarvert að taka þátt í uppsetningu tvíærings, ekki aðeins fyrir listamennina sjálfa heldur einnig fyrir sýningastjóra, listfræðinga og aðra list aðstandendur. Verandi listfræðingur fannst mér ég einstaklega lánsöm að fá tækifæri til að taka þátt í ferlinu, en í lok ágúst var ég send til Feneyja á vegum Kynningarmiðstöðvar Íslenskrar Myndlistar til þess að vinna í íslenska skálanum. Á meðan á þriggja mánaða dvöl minni stóð gafst mér ekki aðeins tækifæri til að skoða alla þá sýningarskála sem vöktu áhuga minn, suma oftar en einu sinni, heldur komst ég að ótal mörgu er snýr að listahátíðum af þessu tagi. Ég fékk innsýn inní síbreytilegt þroskaferli tvíæringsins á sex mánuðum, eðlismunurinn á tvíæringi og listasafni urðu skýrari fyrir mér og smám saman fór ég að efast um tilgang þess að skipta sýningarskála niður eftir löndum. Mig langar að deila þessum hugleiðingum með ykkur í tveimur hlutum.
FYRSTI HLUTI
Feneyjartvíæringurinn byggir á þáttöku og samvinnu margra ólíkra landa. Þau lönd sem taka þátt senda valin fulltrúa, sem kemur til með halda sýningu í sýningarskála (pavilion) landsins sem úthlutaður er af aðstandendum tvíæringsins. Hver skáli eru merktur með nafni landins en ekki listamannsins eða yfirskrift sýningarinnar sem finna má inní skálanum. Þetta fyrirkomulag gefur áhorfendum hugmynd um eðli sýningarinnar sem fyrirfinnist í skálunum, sýningin endurspelgar það sem er einkennandi fyrir list landsins, í skálanum má finna einhverskonar þjóðarlist. En er það raunverulega tilfellið?
Mögulega var það eðli sýningarinnar í íslenska skálanum „Under Deconstruction“ sem gerði það að verkum að áhorfendur rugluðust í ríminu, en sýningin byggir meðal annars á þremur vídeóverkum; „Stjórnarskrá lýðveldi Íslands“ (2008) sem er flutt á íslensku, hljóðverkið „Exorcising anticent ghosts“ (2010) sem er flutt bæði á ensku og ítölsku og síðan er upptakan á performansinum „Your country does not exsist“ (2003-) sem var fluttur af Ásgerði Júníusdóttur og hljómsveit á gondóla, siglandi um kanala Fenyja á ensku, íslensku, hollensku og pólsku. Þessi alþjóðlega nálgun Ólafs og Libíu samsvaraði ekki þá íslensku ímynd sem áhorfendur höfðu, þeim fannst innsetningarnar jafnframt ekki endurspelga þeirra hugmynd um íslenska list og þeir áhorfendur sem höfðu heimsótt Ísland fullvissuðu mig um að það væri alls ekkert íslenskt við íslenska skálan, sem er að hluta rétt. Í íslenska skálanum, eins og í öðrum sýningarskálum, sýna jú þarlendir listamenn, en íslenskir listamenn skapa ekkert endilega íslenska list, áhrifunum gætir víða. Sjónlist byggir á myndmáli sem er ekki alfarið bundið við þjóðerni og tungumál, enda er jafnan talað um að listin nái útfyrir tungumálið og sé eimitt landamæralaus, við notum tungumálið aðeins til að skilgreina það sem fyrir augum ber. T.d. skoðaði ég taílenska skálan þó að ég kunni ekki orð taílensku og hafi aldrei komið til Taílands og ég bjóst ekki við að sjá þar sérstaklega taílenska list. Enda tel ég þessa nálgun vera skilgreiningar skekkja, listamönnum er, í flestum tilfellum, frjálst að skapa list sem snýst alfarið um þeirra hugmyndavinnu en ekki þjóðarímyndinni sem slíkri þó að hún hafi óhjákvæmilega mótandi áhrif. Vegna þessa tel ég að það sé ekkert til sem heitir „íslensk list“ heldur er aðeins til list sem unnin af íslendingum.
Þessi fyrirfram ákvarðaða hugmynd áhorfenda um íslenka list sem vakti áhuga minn og fékk mig til að hugsa um fyrirkomulag sýningarskálanna á tvíæringnum. Festir geta verið sammála um að list sé oft á tíðum ávöxtur umhverfis síns, en burt séð frá því má ekki draga þá ályktun að öll list sem kemur t.d. frá Íslandi sé sérstaklega íslensk. Og ef við, sem áhorfendur, viljum nálgast sjónlist með svo afdráttarlausum hætti þá hljótum við að þurfa að spyrja okkur, hvað felst þá raunverulega í því að vera íslenskur? Spurningunni verður síðan að vera svarað með einhljóða svari. Í kjölfarið á þessum vangaveltum mínum og þeim samræðum sem ég átti við gesti íslenska skálans, spurði ég sjálfan mig að því hvort að ég vænti þess að sjá sérstaklega írska, franska, þýksa eða taílenska list þegar ég gékk inná hverja sýningu fyrir sig, sú var ekki rauninn. Staðreyndin var oftar en ekki sú að sýningarnar voru jú unnar af þarlendum listamönnum, en, langflestar þeirra voru alls ekki þjóðlegar í þeim skilning sem gestir íslenska skálans leituðust eftir. Þessvegna velti ég fyrir mér hvort að þetta fyrirkomulag á Feneyjartvíæringunum hafi of mikil áhrif á væntingar áhorfenda og hvort að sýningarskálarnir mættu einfaldlega vera merktir með nafni listamannins eða yfirskrift sýningarinnar en ekki með landinu sem listamaðurinn kemur frá? Væntingar áhorfenda mundu þá snúa alfarið að listamanninum og sýningunni án þess að vísa til upprunalandsins og þ.a.l. þjóðarímyndarinnar útávið.
ANNAR HLUTI
Í seinni hluta hugleiðinga minna verður fjallað um þær breytingar sem urðu á sýningum og verkum Feneyjartvíæringsins á sex mánaða tímabili, einnig verður reifað um eðlismuninn á tvíæringi og listasafni.
Fyrir mér er Feneyjartvíæringurinn lifandi fyrirbæri, aðdragandann og undirbúninginn má líkja við getnað, hátíðaropnunina við fæðingu og síðast sýningarlokin við dauðan. Þessi samlíking hljómar líklega hádramatísk en lýsir upplifun minni á hátíðinni ágætlega, en hún sýndi í rauninni sex mánaða æviskeið listaverka og sýninga sem voru best fyrir lok: 27. nóvember 2011. Hrönunin á verkunum sem ágerðist með tímanum er víst einkennandi fyrir hátíð af þessari stærðargráðu. En í flestum tilfellum breytast sýningar ekki á meðan á sýningartímabilinu stendur, heldur getur áhorfandinn skoðað sömu sýninguna hvenær sem á tímabilinu án þess að eiga von á því að sýningin hafi breyst nema að það sé sértaklega tekið fram. Það vantar t.d. ekki verk á sýninguna, vídeóverkin virka öll ennþá, það er ekki búið að stela heyrnatólunum við hljóðverkin og púðarnir í stólunum eru ennþá dúnmjúkir. Með öðrum orðum hefur sýningin haldist óbreytt frá því að áhorfandinn skoðaði hana síðast. Þetta er ekki tilfellið á Tvíæringunum, því lengra sem rann á æviskeið hátíðarinnar, því meiri létu sýningarnar á sjá. En hvað olli þessu? Svarið við þeirri spurningu leiðir okkur að næsta lið pistilsins, eðlismuninum á listasafni og tvíæringi.
Listasöfn eru gædd ákveðnum eiginleikum svo að þau sinni sínu eiginverki sem allra best. Veggirnir eru tryggir og hvítmálaðir svo að athyglin beinist alfarið að verkinu sem á þeim hanga, rakinn í lofinu er jafnaður, allt loftflæði er haldið í skefjum, þar má hvergi finna vatnsleka, lýsingin er stillt sérstaklega fyrir hverja sýningu og/eða hvert verk fyrir sig, í hverjum sal eru verðir sem fylgjast grannt með hegðun áhorfenda og hljóðeinangrunin er þvílík að ekkert heyrist í salnum nema smellandi fótgangur annara áhorfenda. Áhorfandinn er staddur algeru tímaleysi í hinu fullkomna rými, betur þekktur sem hvíti kubburinn.
Sýningarskálar Tvíæringsins eru hinsvegar fjölbreyttari og langt frá því að vera jafn staðlaðir, enda eru þetta aðeins almenn húsnæði (palazzo) sem leigð eru af aðstandendum Tvíæringsins til sýningarhalda. Þetta fyrirkomulag hefur sína kosti og galla, fyrsti kosturinn er sá að sýningarstjóranum og listamanninum er frjálst að „móta“ sýningarumhverfið eftir því sem best hentar, innan hæfilegra marka auðvitað. Ef þetta samstarf gengur vel þá vinna verkin og rýmið saman með fullkomnum hætti, án þess að draga athygli áhorfandans að einum þætti sýningarinnar/rýmsins frekar en öðrum. Annar kostur flest í því að hver skáli er nýttur mismikið og oft dreifist sýningarrýmið um allt húsið, þá er áhorfendum frjálst að rápa á milli hæða, niðrí kjallara og inní forvitnileg skúmaskot hússins sem eru yfirleitt lokuð almenningi. Í þriðja lagi verða sýningarnar fjölbreyttari vegna þess hvé ólíkir skálarnir eru innbyrgðis, þessi þáttur er mikilvægur sérstaklega í ljósi þess að flestir gestir hátíðarinnar skoða á meðaltali 15 skála á dag. Fjölbreytnin gerir hverja sýningu minnistæðari að mínu mati.
Gallarnir eru hinsvegar þeir að húsin eru oft gömul og í mismunandi ásigkomulagi, þau leka mörg hver, inní þeim má ekki finna neina rakavörn og heillandi skúmaskotin breytast í vettvang fyrir stuld og skemmdarstarfsemi. Skálarnir bjóða hreinlega ekki uppá þær kjöraðstæður sem finna má í hvíta kubbnum. Að þessu leyti er sýningarumhverfi Tvíæringsins hlífðarlaus, ásóknin er mikil (440.000 þúsund gestir sóttu hátíðina í ár) sem og hitinn, rakinn og rigningin og sýningaraðstæður eru þessvegna oft erfiðar. Nú er ég ekki málsvari hvíta kubbsins alls ekki, ég er málsvari listaverkanna, en samspil þessara þátta stytta líftíma þeirra til muna og fyrnast þau hraðar en undir umsjón venjulegs safns. Þessi framvinda er mjög heillandi en afskaplega sorgleg á sama tíma. Að þessu leyti mætti skoða Tvíæringinn sem lifandi fyrirbæri sem og er áhorfendum frjálst að fylgjast með æviskeiðum þess. Á meðan á sýningartímabilinu stendur hrörna verkin smám saman, sum hver með ásetningi listamannsins, og að hátíðinni lokinni þá hverfa þau með öllu.
En það eru ekki aðeins þessir efnislegu þættir sem aðgreina listasafnið frá tvíæringnum, heldur byggir hvor vettvangur fyrir sig á ólíkri hugmyndafræði. Á málþingi sem haldið var 26. nóvember hélt Bice Curiger, sýningarstjóri Tvíæringsins í 2011, erindi ásamt nokkrum öðrum sýningarstjórum og fræðimönnum. Á málþinginu var meðal annars rætt um muninn á tvíæringi og listasafni er varðar bæði framkvæmd og grunnvirkni. Tvíæringurinn í Feneyjum var fyrst haldinn árið 1895 og hefur hátíðin allt frá upphafi leitast við að varpa ljósi á og skapa lifandi sýninga/sölu vettvang fyrir alþjóðlega samtímalist. Þrátt fyrir að listaverkamarkaðurinn hafi lagst af 1968 þá gætir ennþá daginn í dag fyrir áhrifum þessara markaðstíma, uppsetning Tvíæringsins svipar mjög til þess sem er kallað sölusýning, listamessa eða „art fair“ og ennfrekar til alþjóðlegra heimsýninga.
Í samhengi við sölumessur- og sýningar mætti skoða Tvíæringinn sem einhverskonar „innkaupalista“ sýningarstjóranna, hver skáli endurspeglar jú það sem þykir frambæralegast í hverju landi og býr þetta val yfir listfræðilegu fremur en sögulegu gildi. Starfsemi listasafna byggja hinsvegar á söfnun listaverka og myndun og eflingu safneignarinnar, síðan með tíð og tíma endurspeglar safnaeignin ekki aðeins þá söfunuarstefnu sem að listsafnið hefur tileinkaða sér, heldur myndar hún einnig listsögulegt yfirlit á verkum einstaka listamanna, tímabila, listahópa o.sv.fr.. Þau verk sem finna má á Tvíæringnum eru tekin úr sögulegu samhengi frá; uppsprettunni, heimalandinu, listasafninu og vinnuaðstöðunni og fundinn staður í samhengi hátíðarinnar. Tvíæringurinn leitast ekki við að fylgja einhverri söfnunarstefnu, eða mynda heildstætt yfirlit á einstaka listamanni, það eina sem bindur saman þá listamenn sem taka þátt í hátíðinni er sameiginleg en jafnframt breytileg forskrift hátiðarinnar hverju sinni, árið 2011 var það ILLUMInations. Á Tvíæringnum gilda ekki sömu „lögmál“ og í staðbundnum listasöfnum sem leitast við að mynda söguleg, menningarleg og samfélagsleg tengsl innan ákveðinna borgarmarka. Skoða mætti starfsemi tvíæringa, listamessna og listahátíða sem einhverskonar mótsvar listsamfélagsins við fastmótaða umhverfi listasafnsins, saman mynda þessir viðburðir ágætan vettvang fyrir framsetningu og eflingu samtímalistar í alþjóðarsamhengi.
Munurinn liggur því í þremur megin þátttum tíma, húsakosti og markmiði. Listasafnið myndar fastan punktu í menningartilveru hverjar stórborgar. Tvíæringar og listahátíðir eru hinsvegar forgengilegir, verkin sett upp í misjöfnum sýningarhúsum, listamennirnir kynntir og síðan eru verkin tekin niður og listamennirnir fara og hversfdagsleiki Feneyjarbúa tekur við. Ekkert stendur eftir efnislega. En markmiði Tvíæringsins er náð, á sex mánaða tímabili hafa 400.000 manns séð/metið/velt vöngum yfir samtímalistaverkum 100 listamanna hvaðvetna úr heiminum.