Louise Bourgeois: FEMME / KONA

Æskan mín hefur ekki glatað töfrum sínum.
Hún hefur ekki glatað laununginni.
Hún hefur ekki glatað dramatíkinni.

Louise Bourgeois

Þann 27. maí opnaði yfirlitsýningin „FEMME“ eða „KONA“ með verkum fransk bandarísku listakonunnar Louise Bourgeious á Listasafni Íslands. Bourgeois hefði orðið hundrað ára í desember á þessu ári en hún lést í maí árið 2010. Samkvæmt Halldóri Birni Runólfssyni safnastjóra Listasafns Íslands var mikil eftirspurn eftir verkum Bourgeious í ljósi þessara tímamóta, jafnframt taldi hann íslenska listunnendur sérstaklega lánsama að fá að verk þessara merku listakonu til landsins. Því er ég honum sammála.

Bourgeious fæddist í París árið 1911 en flutti til Bandríkjanna ásamt eiginmanninum sínum, fræðimanninum Robert Goldwater árið 1938. Bourgeois hafði þá lært og starfað sem listamaður í París og hélt sömu leið eftir flutningin til New York borgar. Verk Bourgeois hafa verið flokkuð á ótal vegu allt frá því að vera súrealísk yfir í að samræmast einstöku afbrigði naumhyggju. Hvort sem að við getum verið sammála þessum greiningum eða ekki þá liggur það í augum uppi að flest verk Bourgeois eiga það sameiginlegt að sýna ólíkar og jafnframt kvennlægar útfræslur á endurminningum listakonunnar. Á þessu er sýningin „FEMME“ eða „KONA“ enginn undantekning, en titill sýningarinnar vísar með beinum hætti til kvenna í víðum skilningi en einnig til ævidaga einnar konu, þá listakonunnar Louise Bourgeious.

Það er erfitt að huga ekki að kynhlutverki konunnar eftir að hafa skoðað fyrsta hluta sýningarinnar „FEMME“. Í fyrsta salnum vísa öll verkin til líffræðilegs hlutverks konunnar sem býr yfir frjósemi og er móðir, tilfinningarvera og verndari. Þegar gengið er inní salinn taka dökkar brons höggmyndir, sem minna á frjósemistótem frumbyggjanna á móti áhorfendum, aftast í salnum má finna fleiri höggmyndir sem kallast einnig á við þessar tilvísanir. Þegar ég bar saman titla fremstu höggmyndanna við sjálf verkin varð mér ósjálfrátt hugsað til samneytis karls og konu. Þeir gefa möguleikan á að mynda með sér orsakatengsl í þessu samhengi; Hugdjöf kona vekur athygli Áhorfandandans. Vorið eða frjósemin leiðir til getnaðar. Eftir eru Verur með hlut. Einkennandi vöntun er á sjálfum phallusinum í þessum verkum Bourgeois eins og vinur minn sagði „mér fannst vegið að mér á þessari sýningu“. En afleiðingar gjörða limsins eru til staðar og innar í salnum má sjá sjálfa fæðinguna og Veruna eða barnið.

Það vekur athygli að konan sem kemur fram í verkum Bourgeois er brotakennd þ.e. hún er aldrei sýnd í heilu lagi, það vantar á hana ýmisst höfuðið eða útlimina, þetta er einkennandi fyrir flest verkin á sýningunni. Eiginlegur kjarni (e. essence) konunnar sem er jafnframt líkamlegur bolur hennar (e.torso) og er sýndur í ýmsum stellingum með eða án barns, í fötum eða nakinn. Að mínu mati undirstrikar og sameinar þessi afliming Bourgeois líkamlegt kynhlutverk konunnar sem og eiginleika minningarinnar, þar sem hugurinn rifjar aðeins upp brot úr fortíðinni sem einkennist sjaldan af heilum myndum heldur stökum brotum, þá minningarbrotum.

Hinn kvennlegi kjarni hlutgerist með ólíkum hætti á sýningunni, í fyrsta salnum þá er líkamlegt vægi konunnar gert hærra undir höfði. Í öðrum og þriðja sal safnsins kemur óhlutbundin kjarni hennar í ljós meðal annars í formi minningarklefa, kuðungarkonu og könguló. En vandlega upplýstu Klefarnir í sal tvö búa yfir marglaga tilvísunum og eru mjög ólíkir hvor öðrum. Klefi VII er settur saman úr tvískiptum hurðum, gáttir inní fortíðina, og býr yfir mikilli fortíðarþrá. Klefinn vísar til eldri minninga Bourgeois en innan hans má sjá gamaldags gulnaða kvennmanns náttkjóla og nærföt sem hanga á dýrabeinum sem tengjast með ofnum þræði köngulónnar sem stendur laumuleg á gólfinu. Einnig má sjá líkan af heimili og fjöldskyldufyrirtæki listakonunnar sem vísar í ákveðið tímabil í lífi Bourgeois.

Bourgeois notar iðulega fatað sem höggmyndform þ.e. hún fyllir fatnaðinn upp og gerir úr honum þvívíða útlimalausa höggmynd. Þessa aðferð notar hún einnig í þeirri viðleitni að gera grein fyrir viðurvist einhvers sem er ekki lengur á staðnum. Í samhengi við hurðaklefan þá vísa fötin ekki aðeins til konu í víðu samhengi heldur eru einhverskonar óður til tiltekinnar konu og þá sérstaklega tímabils rétt eins og húsið. Fötin og beinin tengjast síðan framrás tímans og eru sannindamerki þess að hlutgerða minning Bourgeois sem birtist í formi klefa hafi eitt sinn átt sér stað og sé unninn uppúr raunveruleikanum.

Klefinn Svartir dagar er yngri og annars eðlis en hurðarklefinn svokallaði. Hann er mun stærri og gerður úr stáli. Innan hans má finna kvennmannsgínur klæddar í kvennmannsföt og nærföt, líkan af stól og ýmisskonar efni, brjóstahaldara og brjóst. Aftur notast Bourgeois við fatnað með áðurnefnum þrívíðum hætti og klæðir gínurnar í kjóla og brjóstin í brjóstahaldara og persónugerir þannig fatnaðinn eftir minni. Í viðtali við Kastljósið minntist Halldór Björn á að Svartir dagar hafi ekki verið tilbúin þegar listakonan féll frá en er hann eitt af hennar síðustu verkum. Hvort sem að klefinn hefði breyst mikið í höndum Bourgeois eða ekki er ómögulegt segja til um en sú huggulega fortíðarþrá sem umlýkur hurðaklefann eða Klefa VII er víðs fjarri í þessum járnklefa.

Litli stólinn sem stendur inní járnklefanum er vendaður með glerhjup, þessi framsetning listakonunnar minnti mig á skáldsögu Antoine de Saint-Exupéry Litla Prinsinn sem er byggð á minningum eða endurfundum höfundarins við ungan dreng, Prinsinn, þegar flugvél hans hrapar í Sahara eyðimörkinni. Prinsinn býr á afskekktum litlum hnetti og í kringum hann eru ótal fleiri hnettir þar sem einkennilegir og afgerandi menn búa. Engir tveir menn búa á sama hnettinum. Á heimahnetti Prinsins má finna m.a. þrjú eldfjöll og hrífu en honum þykir vænst um fallega rauða rós sem hann hlúir vel að og verndar með glerhjúp.

Það tíðgast hjá mörgum að passa vel uppá þá hluti sem þá þykir vænt um, jafnvel taka þá úr almennri umferð, geyma þá og setja þá í svotilgerða minningarkassa svo að þeim sé frjálst að skoða þá og dást af þeim seinna. Að mörgu leyti finnst mér eins og klefar Bourgeois geri það eimitt, þeir geyma þær minningar sem hún vildi síður gleyma. En litli stólinn í Svörtum dögum opnaði fyrir mér tengslin við þessa frábæru skáldsögu. Hver klefi Bourgeois hefur sinni tilgang rétt eins og hver hnöttur í sögunni af Litla Prinsinum. Um leið og settur er huglægur eða hlutlægur glerhjúpur utan um eitthvað er það til merkis um að innan í hjúpnum sé eitthvað merkilegt, viðkæmt og jafnframt persónulegt og á sama tíma ekki öllum aðgengilegt. Það má finna samsvörun á milli klefa Bourgeois og glerhjúps litla Prinsins, klefinn eða hjúpurinn rammar inn persónulegar endurminningar listakonunnar.

Á efri hæð og jafnframt þriðja sal safnsins má finna hina margrómuðu könguló Bourgeois. Talað hefur verið um tilvísun og óður listakonunnar til móður sinnar við gerð þessara köngulóar sem hefur komið hefur fram í ótal útfærslum og er orðið eitt af einkennismerkum hennar. Yfirstóra köngulóin sem ber titilinn Mamman má finna á Listasafni Íslands er vissulega móðir og ber þess merki með þremur marmara eggjum sem liggja innan í neðanverðum maga hennar. Fjöldskylda Bourgeois átti og starfaði við vefnaðarverksmiðju í Frakklandi, innan fyrirtækisins var gert við gömul efni, ofin ný og heklaðir strendar. Sem barn býr Bourgeois innan fyrirtækisins, móðir hennar vinnur við viðgerðir á vefnaði og faðir hennar sér um viðskiptabraskið, uppvaxtar umhverfi hennar einkennaist af vefnaði. Að því gefnu mætti ekki aðeins skoða Könguló Bourgeois sem tilvísun í móður sína sem ól þrjú börn, þrjú marmara egg. Heldur er köngulóm eðlislægt að spinna vefi og vísar Köngulóin þannig einnig til uppvaxtaráranna sem Bourgeois eyddi innan þessa fjöldskyldufyrirtækis.

Efnisnotkun Bourgeois á sýningunnni einkennist af andstæðum. Hún notaði ýmisst þunglamaleg efni í verkum sínum eins og brons og smíðajárn til að túlka eitthvað sem áætla mætti að væri viðkvæmt og fallegt eins og móður sína og kvennlíkaman, sköpin, brjóstin og rassinn. Annarsvegar notaði hún léttan fatnað og vefnað eins og nælon, bómull og tjull. Hún vinnur síðan úr vefnaðinum með ólíkum hætti; fyllir hann upp, reyrir hann niður, hengir upp með vír, klæðir í dýrabein, saumar saman og festir á það ýmisskonar skran. Bourgeois notar efniðviðinn til að kalla fram minningar eins og sjá mátti í Klefa VII og Svörtum dögum. En minningin er sömuleiðis framkölluð í efninu eins í Köngulóin sýnir dæmi um. Verk Bourgeois sameina þessa tvo efnislegu ólíku þætti, minninguna og efniviðinn.

Með verkum sínum sveiflast Bourgeois fram og aftur í tíma, þau eru áminnig til jafns við að vera endurminnig. Bourgeois var mjög afkastamikil listkona og vann að verkum sínum fram til síðasta dags. Á Listasafni Íslands standa verk nú Louise Bourgeois. Þau minna áhorfendur á tilvist listkonunnar rétt eins og fylltur fatnaður hennar í klefunum vísa til endurminninga hennar. Sýningin í heild sinni er fagleg, vel uppsett og lýsingin umlýkur verkin með fullkomnum hætti. Þetta er afbragðs sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Ég tek undir með Margréti Elísabetu Ólafsdóttur þegar hún segir sýniniguna „veita kærkomið súrefni inní íslenskt listalíf.“