Hringurinn á 80 mínútum

Sýningin “Án áfangastaðar” stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur, Reykjavíkur Akademíunnar og Félags Landfræðinga. Sýningarstjóri sýningarinnar er Magnús Þór Andrésson og vann hann sýninguna ásamt Gunnþóru Ólafsdóttur landfræðingi. Á sýningunni takast listamenn á við hugtakið ferðlag hver með sínum hætti. Hvað einkennir ferðalög, hvert stefnum við í ferðlögum okkar og í hvaða tilgangi. Í víðara samhengi var sýningin hluti af ráðstefnu sem snéri að náttúrutengdri ferðamennsku.

Fyrir mér voru það verk tveggja listamanna sem stóðu uppúr og tóku í rauninni þema sýningarinnar saman. Annarsvega voru það ljós- og klippimynda portrett Þorgerðar Ólafsdóttur myndlistarkonu, meðlim og stjórnanda Crýmó galleríisins og hinsvegar 16 mm filmuupptaka Friðriks Þórs Friðrikssonar kvikmyndagerðamanns á hringveginum í kringum Ísland.

Portrett Þorgerðar Þú hefur andlit með útsýni (2011) sýna samansafn minninga sem hver og einn sankar að sér á ferðalagi. Myndirnar sýna hugakort í formi íslensks landslags. Portrettinn sjálf sameina þrjá miðla sem notaðir eru við kynningu, ferðalanga og ferðaskrifstofa, á landinu þ.e. ljósmyndir, bæklingar og hin raunverulegi íslendingur. Grunnflötur portrettanna eru ljósmyndir af ungu fólki sem prentaðar eru á háglans ljósmyndapappír. Ljósmyndin sem sönnunargang eða “document” um ferðlaög fólks er þekkt og mjög vel nýtt í dag. Fólk flykkist að sögufrægum stöðum í rútum, flugvélum og skipum og smellir myndir af sér til sönnunar um viðveru þess á þessum merka stað. Gildi ferðalagsins er oft á tíðum yfirfært á þessar sannanir eða ljósmyndina og búa þær iðulega yfir þeim eiginleika að geta framkallað minningu um stað og stund eða eins og í þessu tilfelli gefið mynd af landinu og fólkinu sem í því býr. Sjálf andlitin á unga fólkinu í ljósmyndum Þorgerðar hafa verið vandlega fjarlægð í staðinn má sjá íslenskt landslag í hverju portretti fyrir sig. Með þessum hætti sýnir hvert portrett ekki persónuleg sérkenni íslendingsins, heldur persónulega og innhverfa sýn af Íslandi. Þær klippimyndir sem koma fyrir í stað andlitanna í portrettunum virðast vera unnar úr nýjum sem gömlum blöðum, bæklingum og öðru kynningarefni um og tengdu Íslandi. Hver klippimynd sýnir vinsælar og þekktar náttúruperlur íslands og fléttast þær saman með ólíkum hætti á hverri mynd fyrir sig. Þorgerður skiptir út andilit fyrir landslag og sýnir manninn sem mótast af umhverfi sínu og skírskotar um leið til titil verkanna Þú hefur andlit með útsýni.

Mér varð hugsað til átaksverkefnisins “Inspired by Iceland” í þessu samhengi, en í auglýsingarherferðinni var megin áhersla lögð á hið unga andlit þjóðarinnar. Flotta fólkið í auglýsingunni/landinu átti með hressleika sínum að lokka ferðamenn til landsins og um leið sýna að hér væri ekkert að óttast. Andlit Íslands varð með þessum hætti yfirfært á hresst, dansglatt og jafnvel “flippað” ungt fólk. Herferðin í heild sinni hefði þó ef til vill verið áhugaverðari ef raunveruleg andlit íslenska unga fólksins í auglýsingunni hefðu verið skipt út fyrir vel valin brot úr íslenskri náttúru eins og sjá má í portrettum Þorgerðar.

Nokkur vídeóverk eru til sýnis á sýningunni, sum eru unninn af útlendingum og sýna einstaklega rómatískar upptökur af íslenskri verðáttu og birtu. En upptaka Friðriks Þórs Hringurinn (1985) fannst mér heillandi, óþægileg og áhugaverð allt í senn. Verkið sýnir eldri mynd af landslagi Íslands með grýttari þjóðvegum og strjábýlli byggð. Upptakan á hringferð Friðriks varir í um 80 mínútur. Eins og gefur að skilja þá tekur það auðvitað ekki 80 mínútur að keyra hringveginn en upptakan er hröð þ.e. sýndir eru 24 rammar á sekúndu. Í fyrstu varð ég bara rugluð á þessum hraða og fann fyrir vægri bílveiki en smám saman vandist ég honum og hans dáleiðandi áhrifum. Sjarmerandi filmuupptakan sýnir Ísland að sumarlagi, þrátt fyrir hraðann þá er auðvelt að bera kennsl á hin ýmsu kennileyti. Margt hefur breyst síðan 1985 en náttúran er eins, fjöllin á sínum stað sem og lækir, hólar og björg.

Hringurinn endurspeglar hverning margir ferðamenn ferðast í dag. Í mörgum tilfellum er markmiðið að komast yfir sem mesta lands/borgarsvæði á sem skemmstum tíma s.s að nýta tímann vel. Svo er ferðalagið “documenterað” með ljósmyndum til staðfestingar um að viðkomandi hafi í rauninni verið á staðunum. Farið er uppí rútu keyrt útúr bænum, stoppað, pissað, tekin mynd og svo er haldið aftur af stað. Hraðinn gerir það að verkum að fólk gleymir að skoða sig um en það er ásættanlegt aðeins vegna þess að þau hafa jú fest augnablikið á filmu.

Saman sýna verk Þorgerðar Þú hefur andlit með útsýni og uppptaka Friðriks Hringurinn í grunninn hvað ferðamennska gengur útá í nútímasamfélagi. Þ.e. að kynnst löndum og þjóðum á sem skemmstum tíma með hjálp ákveðinnar ímyndasköpunnar sem unnin er sérstaklega fyrir ferðalanga. Tilgangur ferðalagsins er að geta sagst hafa verið annarsstaðar en þú ert núna.