Messa Teaser

Framkvæmdafélag Listamanna eða Frafl eins og það er kallað í daglegu tali var stofnað í nóvember árið 2009 af þeim Margréti Áskelsdóttur og Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur. Megin markmið Frafls er að hjálpa listmönnum við að koma verkum/verkefnum sínum í sviðsljósið þ.e.a.s. eftir að listamaðurinn hefur óskað eftir aðstoð Fraflara þá getur hann einbeitt sér að sinni sköpun á meðan að Fraflararnir sjá m.a. um að útvega sýningarpláss, leitar eftir styrkjum, sjá um kynningarmál og um leið sjá til þess allt fari fram með löglegum hætti og með hagsmuni listamannsins að leiðarljósi. Í víðum skilningi er Frafl einhverskonar tímabundinn umboðsmaður listamanna sem þeir geta leitað til í lengri eða skemmri tíma. Nánari upplýsingar um störf og verkefni þessara athafnasömu kvenna má finna á heimasíðu þeirra.

Listsölumessan MESSA Teaser var opnuð helgina 20. maí og er eimitt eitt af stærri verkefnum Frafls. En MESSA Teaser eins og nafnið gefur tilkynna er einhverskonar framkvæmdaræfing eða “generalprufa” sem leiðir í ljós hvort að Ísland sé ákjósanlegur vettvangur fyrir verkefni af þessu tagi og afhverju, og síðan hvernig slík sölumessa færi þá fram og hvað mætti huga betur að næst. Fyrirbærið sjálft listsölumessan (e. Art fair) vísar til stærra verkefna erlendis þar sem galleríum og söfnum er smalað saman með þeim tilgangi að sýna sig og sjá áðra, þær eru allt í senn kynningar messur, listaverka sölur sem efla um leið til samstarfs og myndun tengslaneta á milli listamanna, gallería, safna og fræðimanna og listáhugamanna.

MESSA Teaser fór að þessu sinni fram í hinu glæsilegu KEX Hosteli en þar var listamönnum og galleríum gefið pláss til sýningar og voru í kjölfarið á staðunum til að svara fyrirspurnum áhugamanna. Baksalur KEXs sem notaður var fyrir þessa sýningu er að mínu mati tilvalin fyrir sýningar að þessu tagi, hann er hrár og ófullgerður og býður þannig uppá að listmennirnir geta mótað sitt pláss að vild. Ég hef personulega aldrei farið á listsölumessu af þessu tagi og hafði þar að leiðandi ekkert viðmið en ef ég miða við þær upplýsingar sem ég hef nálgast þá eru þær eins og ég sagði áður, samkunda gallería og safna sem hittast til að sýna og kynna þá listmenn sem vinna innan þeirra veggja. MESSA Teaser notaðist að mestu leyti við þetta gamalreynda fyrirkomulag að því viðbættu að einstaka listamönnum var einnig gert kleift að sýna verk sín og standa þá sjálf í forsvari, eins og ég segi vegna reynsluleysis veit ég ekki hvort að þetta sé yfirleitt hefðin. En alls voru 8 einstaka listmenn, bæði íslenskir og erlendir, sem tóku þátt í MESSA Teaser, þrjú gallerí og eitt tímarit. Yfirlit, upptalningu og tengslaskrá þátttakenda má finna í sýningarskrá messunnar sem var ágætlega unnin og mikilvægu liður innan hennar. Þetta var skemmtilegur viðburður og af þeim listamönnum sem ég talaði við þá var þetta vel heppnað þó að vaktin sjálf hafi verið heldur til löng.

En MESSA Teaser einskorðaði sig ekki aðeins við messuna sjálfa heldur var einnig haldið málþing með yfirskriftinni “The Making of an Alternative Art Fair in Iceland”. Þar var tekið var á þeim spuringum sem vöknuðu á meðan að generalprufunni stóð, ásamt því að gera grein fyrir mikilvægi verkefnis á þessu tagi í íslensku og erlendu listsamfélagi. Í þessu samhengi var sérstaklega vakið athygli á þarfri og gagnrýnni umræðu um samskipti innan íslensks listsamfélags og síðan listheiminn í heild. Málþingið sem sagt hnykkti á þeirri umræðu sem komst af stað í tenglsum við messuna ásamt því að svara og hlýða á þeim spurningum sem vöknuðu.

Persónulega höfðar þessi sölumessu vettvangur ekki til mín en því sögðu vill ég taka það fram að ég geri mér fulla grein fyrir mikilvægi hennar. Sjálf hef ég verið að hugsa um og velta fyrir mér ásýnd íslenska listalífs og þá sérstaklega hvernig ferðamenn skoða, meta og nálgast íslenska list eða hvort þeir geri það yfirleitt? Um leið spurði ég sjálfan mig að því hvernig og hvort að íslendingar byggu yfir títtnefnum listfengnum yfirburðum og afhverju stafar þá þessi óþreytandi minnimáttarkennd. En til þess að standast erlendan samaburð og mynda með sér verulegt sjálfstraust eru viðburðir eins og MESSA Teaser nauðsýnlegir, þeir skapa gagnrýnin vettvang og ef endurteknir mynda þeir með tímanum yfirlit á listsögulegri framvindu sem er hverju menningarsamfélagi mjög mikilvægt.

Listahátíðir af öllu tagi eru, meðal annars, eimitt haldnar til þess að skapa vettvang þar sem ólíkar nálganir mætast, þar sem fólk getur lært af hvort öðru, skapað sér tækifæri og vaxið sem listamenn. Tónlistahátíðin Icelandairwaves** er eimitt dæmi um vettvang þar sem innlendir og erlandir listamenn spila og vinna saman og í því felast augljóslega enn fleiri tækifæri sem ná út fyrir sjálfa hátíðina og snúa að listamönnunum sjálfum með beinum hætti. Listahátíðir ýta einnig undir gagnrýna hugsun og sanngjarnan samanburð þar sem listamenn og áhorfendur upplifa sjálf það sem er talið áhugavert eða framúrskarandi hverju sinni. Í kjölfarið verður áhorfandinn hvort sem hann er staddur á tónleikum, á sýningu eða á listölumessu þeim mun hæfari til að mynda með sér gagnrýna skoðun á eigin umhverfi.

Gagnrýni manna á milli heldur líka listmönnunum og áhorfendum á tánum þ.e. það myndast ákveðinn krafa sem gerir það að verkum að áhorfendur og listamenn þroskast og dafna. Síðast en ekki síst eru atokrumiklir listamenn metir af verðleikum, þeir eru metnir útfrá því sem þeir gera en ekki útfrá þeim sem þeir þekkja. Og þrátt fyrir að sá liður sem felst í því að þekkja rétta fólkið eða vera réttur maður á réttum tíma verði aldrei tekin úr jöfnunni þá vill ég meina að listahátíðir hjálpi þeim sem hafa unnið vel og hafa þar af leiðandi eitthvað nýtt og freskt fram á að færa.

MESSA Teaser sameinaði þessa þætti að miklu leyti. Fraflarar tók skrefið, færðu íslenska og erlenda list saman undir alþjóðlegum gamalreyndum formerkjum listsölumessunar. Ég vona svo sannarlega að þessi generalprufa endi þar með í frumsýningu og að MESSA Teaser verði ekki aðeins tilraun heldur verði að veruleika.